Færsluflokkur: Íþróttir
3.5.2011 | 11:02
Hraði báta - Tafla með uppröðun báta eftir hraða á sléttu
Bátur | Framleiðandi | Byggingarefni | Fyrsti Stöðugleiki | Annar stöðugleiki | Lengd | breidd |
Cleaver | Kirton | Trefjar | 1 | 2 | 520 | 44 |
Viper | Nelo | Trefjar | 3 | 3 | 520 | 50 |
Stellar SE | Stellar | Trefjar | 5 | 7 | 655 | 44 |
Rapier | Valley | Trefjar | 5 | 8 | 600 | 45 |
Ocean X | Ruahine | Kevlar | 6 | 8 | 650 | 50 |
Inuk | Kirton/Nelo | Kevlar | 7 | 8 | 550 | 50 |
PAX-20 | CLC | Tré/trefjar | 7 | 6 | 600 | 50 |
Inuk | Kirton/Nelo | Trefjar | 7 | 8 | 550 | 50 |
Spirit | PRS | Plast | 7 | 4 | 550 | 50 |
Viviane | Avalon | Trefjar | 7 | 8 | 580 | 55 |
Esplora | Fransesconi | Trefjar | 8 | 9 | 530 | 53 |
Nordkapp | Valley | Trefjar | 7 | 8 | 545 | 52 |
Seawolf | Quajaq | Trefjar | 8 | 8 | 550 | 57 |
Quest | PH | Trefjar | 7 | 9 | 550 | 57 |
Valley Q-boat | Valley | Trefjar | 9 | 8 | 548 | 53 |
Explorer | NDK | Trefjar | 8 | 8 | 530 | 54 |
Aquanaut | Valley | Trefjar | 7 | 9 | 536 | 55 |
Kitiwec | Quajac | Trefjar | 9 | 7 | 537 | 56 |
1.5.2011 | 16:39
Victory on Stellar SE surfski
Ólafur B. Einarsson
21.11.2010 | 18:08
New Spirit Lightweight PRS Surfski from Surfskisport.com
21.11.2010 | 17:57
My new Orca paddle
The first glance of my new super flexible orca paddle is extremely nice. Great quality on the split shaft and the blade. At first it felt strange to compare it to my epic mid wing since the Orca paddle is a bit heavier but I soon found out it actually helps in catch since the blade berried in the water much easier. So it is interesting to change the style with a more front stroke and I hope to see the numbers rice on my GPS.
27.7.2010 | 15:36
Pax 20, Rapier 20, Stellar SE surfski
Í dag rérum við Hilmar og Einar æfingaróður frá Nauthólsvík út fyrir Álftanes og löngusker. Planið var að leyfa Hilmari að aðlagast Stellar surfski fyrir Seamasterkeppnina næstu helgi. Eftir róðurinn var Hilmar læknaður af surfski bakteríunni og vill halda í Rapier bátinn afram. Það er ekki skrítið þar sem báturinn er mjög hraður ásamt því að vera mjög stöðugur. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvort hann fái bakteríuna aftur eftir svíþjóðarferðina og komi ólæknandi heim. Hilmar ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því í keppnina eru skráð nokkur fræg nöfn.
Nauthólsvíkin er iðandi af lífi þessa dagana, krakkar á kayökum og skútum um allan fjörðinn svo er gamla aðstaðan að fá andlitslyftingu með nýju þaki.
14.7.2010 | 22:09
Vel heppnuð vestfjarðaferð
Mér tókst að landa sigri bæði í 10km og jarlsbikars róðrinum, Halldór og Hilmar voru í 2 og 3 sæti með sætaskiptum í Jarlsbikars róðrinum. Eftir keppnina fór ég tvo skemmtilega róðra í Önundarfirðinum sem skartaði sýnu fegursta. Veðrið var alveg frábært þessa tæpu viku fyrir vestan. Ég keppti á Oceanx bátnum vegna vandræða með jafnvægi og náladofa í löppunum á Stellar bátnum sem ég þarf að laga.
1.7.2010 | 11:10
My new Stellar SE surfski
28.5.2010 | 15:03
Þetta myndskeið er mesta hvatning sem ég hef séð.
3.5.2010 | 08:47
Úrslit í Eurochallenge keppninni
Eurochallenge keppnin var haldin 1 maí á Spáni. 230 keppendur hófu keppni sem er 25 km. Mocke hjónin voru sigurvegarar í karla og kvennaflokki en ásamt þeim voru mörg fræg nöfn tóku þátt. Gaman að segja frá því að Nuno Santos sem við Hilmar hittum í Svíþjóð var í 9 sæti, sem er hreint ótrúlegur árangur. Norðmaðurinn Eric Veraas Larsen varð í 4. sæti og Manuel Busto í 3 sæti sem er merkilegt fyrir þær sakir að þessir karlar hafa verið að róða mest á ólympískum kayökum og eru margfaldir ólympíu- og heimsmeistarar á sléttu vatni. Reyndar keppti Busto á hefðbundnum sjókayak (44 cm breiður og 580 cm langur) sem gerir árangur hans enn merkilegri. Af myndum að dæma voru aðstæður mjög góðar en helsti óvinurinn var hitinn. Miðað við tímann hjá Mocke hjónunum, þá var meðalhraðinn 13,4 km/klst hjá honum en 11,62 km/klst hjá henni !!!!!!!!!!. Meðalhraðinn hjá Nuno var 12,5 km/klst en hann keppti á nýja surfski bátnum frá Nelo.
Hér er linkur á umræðu um keppnina:
http://surfski.info/index.php?option=com_content&view=article&id=1255:double-mocke-victory-at-eurochallenge-2010&catid=89:europe&Itemid=172
1.5.2010 | 17:36
Fyrstu kayakkeppnum ársins lokið
Keppnistímabilið fyrir kayak hófst um helgina með Elliðarárróðri í gær 30 apríl og 10 km róðri um Geldinganes í dag. Spáin var góð fyrir daginn en það var samt smá gola að Norð- Vestan þannig að það voru ágætis öldur sem urðu til þegar straumurinn magnaði þær upp við Vesturenda Geldinganesins. Við norðurhlið nesins var ágætis surf en við Hilmar höfðum verið hlið við hlið fram að því. Í surfinu kom fram afburða eiginleikar Rapier í surfi en Hilmar var svo óheppinn að stýrið virkaði ekki vel. Það hafði slaknað á köpplunum eftir að hann hafði sett stýrisbúnað saman eftir flutninginn. Á endanum þurfti hann að fara í land og restina af brautinni sigldi ég einn. Ágætis tími (59:14) miðað við hvað hægði á okkur við vesturendann. Tveir þurftu að hætta í 10km annars gekk þetta snuðrulaust. Mótsnefndin á heiður skilinn fyrir gott skipulag og björgunarsveitin Kjölur var til taks alla leiðina. Hjálögð er mynd af leiðinni ásamt skilyrðum og hraðanum á GPS tækinu hjá mér.