Vel heppnuð vestfjarðaferð

Það voru 10 keppendur sem tóku þátt í 10km róðri að þessu sinni. Fyrir ræsingu var Hilmar að prófa snúningssætið í Rapier bátnum sem hann fékk lánaðan hjá Pétri. Aftur kom í ljós að betra er að vera með búnað sem komin er reynsla á því Hilmar lenti í því að glíma við náladofa í löppunum. Hann var samt að sigla á feiknar hraða með þessari samsuðu. Það var eins og venjulega ræst rétt fyrir liggjandann þannig að straumur var á móti báðar leiðir inn og út fjörðinn. Það sem bætti úr var að þó straumur væri talsverður þá var meðvindur á leið inn og því var aldan dottin niður í róðrinum yfir á Norðureyri í Jarlsróðrinum. Við Hilmar litum við í aðstöðu Sæfara á Ísafirði eftir keppnina þar sem gaf að líta 6 Inuk báta, tvo Rapier ásamt hefðbundnum leiðangursbátum. Sannarlega öfundsverð aðstaða með góðu aðgengi að sjó og sérhannaðri þurrkaðstöðu, eitthvað sem vantar hér í Reykjavíkina.
Mér tókst að landa sigri bæði í 10km og jarlsbikars róðrinum, Halldór og Hilmar voru í 2 og 3 sæti með sætaskiptum í Jarlsbikars róðrinum. Eftir keppnina fór ég tvo skemmtilega róðra í Önundarfirðinum sem skartaði sýnu fegursta. Veðrið var alveg frábært þessa tæpu viku fyrir vestan. Ég keppti á Oceanx bátnum vegna vandræða með jafnvægi og náladofa í löppunum á Stellar bátnum sem ég þarf að laga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband