Pax 20, Rapier 20, Stellar SE surfski

Í dag rérum við Hilmar og Einar æfingaróður frá Nauthólsvík út fyrir Álftanes og löngusker. Planið var að leyfa Hilmari að aðlagast Stellar surfski fyrir Seamasterkeppnina næstu helgi. Eftir róðurinn var Hilmar læknaður af surfski bakteríunni og vill halda í Rapier bátinn afram. Það er ekki skrítið þar sem báturinn er mjög hraður ásamt því að vera mjög stöðugur. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvort hann fái bakteríuna aftur eftir svíþjóðarferðina og komi ólæknandi heim. Hilmar ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því í keppnina eru skráð nokkur fræg nöfn.

Nauthólsvíkin er iðandi af lífi þessa dagana, krakkar á kayökum og skútum um allan fjörðinn svo er gamla aðstaðan að fá andlitslyftingu með nýju þaki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband