Fyrstu kayakkeppnum ársins lokið

Keppnistímabilið fyrir kayak hófst um helgina með Elliðarárróðri í gær 30 apríl og 10 km róðri um Geldinganes í dag. Spáin var góð fyrir daginn en það var samt smá gola að Norð- Vestan þannig að það voru ágætis öldur sem urðu til þegar straumurinn magnaði þær upp við Vesturenda Geldinganesins. Við norðurhlið nesins var ágætis surf en við Hilmar höfðum verið hlið við hlið fram að því. Í surfinu kom fram afburða eiginleikar Rapier í surfi en Hilmar var svo óheppinn að stýrið virkaði ekki vel. Það hafði slaknað á köpplunum eftir að hann hafði sett stýrisbúnað saman eftir flutninginn. Á endanum þurfti hann að fara í land og restina af brautinni sigldi ég einn. Ágætis tími (59:14) miðað við hvað hægði á okkur við vesturendann. Tveir þurftu að hætta í 10km annars gekk þetta snuðrulaust. Mótsnefndin á heiður skilinn fyrir gott skipulag og björgunarsveitin Kjölur var til taks alla leiðina. Hjálögð er mynd af leiðinni ásamt skilyrðum og hraðanum á GPS tækinu hjá mér.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband