Úrslit í Eurochallenge keppninni

Eurochallenge keppnin var haldin 1 maí á Spáni. 230 keppendur hófu keppni sem er 25 km. Mocke hjónin voru sigurvegarar í karla og kvennaflokki en ásamt þeim voru mörg fræg nöfn tóku þátt. Gaman að segja frá því að Nuno Santos sem við Hilmar hittum í Svíþjóð var í 9 sæti, sem er hreint ótrúlegur árangur. Norðmaðurinn Eric Veraas Larsen varð í 4. sæti og Manuel Busto í 3 sæti sem er merkilegt fyrir þær sakir að þessir karlar hafa verið að róða mest á ólympískum kayökum og eru margfaldir ólympíu- og heimsmeistarar á sléttu vatni. Reyndar keppti Busto á hefðbundnum sjókayak (44 cm breiður og 580 cm langur) sem gerir árangur hans enn merkilegri. Af myndum að dæma voru aðstæður mjög góðar en helsti óvinurinn var hitinn. Miðað við tímann hjá Mocke hjónunum, þá var meðalhraðinn 13,4 km/klst hjá honum en 11,62 km/klst hjá henni !!!!!!!!!!. Meðalhraðinn hjá Nuno var 12,5 km/klst en hann keppti á nýja surfski bátnum frá Nelo.

Hér er linkur á umræðu um keppnina:
http://surfski.info/index.php?option=com_content&view=article&id=1255:double-mocke-victory-at-eurochallenge-2010&catid=89:europe&Itemid=172


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband