Færsluflokkur: Íþróttir

Hafberg köfunarvörur með kayakvörur

Ýmis kayakbúnaður er til sölu hjá Hafberg Köfunarvörum, hanskar, höfuð hettur, fótabúnaður og topp blaut og þurrgallar. Mæli með að kayakræðarar kíki á úrvalið.


Homemaid Kayak ergometer

IMG_1860Kayak ergometer maid from old bike trainer and exergene swimtrainer. Simple solution and a lot cheaper. IMG_1861


Paddling in 2014

2014


A new Icelandic surfski in the pipeline - The Andvari surfski

The drawings of a intermediate surfski (595cmx48cm) are almost ready. Here is a pic of the boat wich name is "Andvari" wich means a nice wind in Icelandic. The designers are Snorri Már Snorrason and Ólafur B. Einarsson.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Orka árar á Íslandi/Orka paddles in Iceland

Ég var að taka á móti Orka vængárum(sjá mynd) sem verða til sölu hjá mér. Árarnar eru sterkar og léttar af ýmsum gerðum en allar með stillanlegu skafti. Margir af bestu ræðurum heims nota Orka árar og notendum fer fjölgandi. Upplýsingar um verð:
Ólafur S: 6150507

Lýsing ára
http://www.orkapaddles.com/product-catalogue.php

I just received a new badge of wing paddles from South Africa(see picture). These paddles are maid with excelent quality, light and strong. Many world class paddlers like Sean Rice use Orka paddles with great success.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

A visit from Norway

We had a nice surfski/kayak paddling session with Einar Kjerschow from Oslo today. Einar is experienced paddler and runs kajakkopplevelser firm in his home country. On friday he tested my homemaid K1 ergometer(see picture) and had many good ideas for improvements. Also today where he gave some very good paddling technique instructions for us paddling with him. Today was an inspiring sight to see Einar paddling in mixed sea with perfect technique.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Victory in Hvammsvíkurmarathon 2012 on 24th of august

It was a tough race with a strong wind against us 2/3 of the way. There were only 8 paddlers who started(plus 4 in two teams). I took the first place, 1 hour worse than my best time. It was a defence victory!!

Það blés hressilega að austan þegar ræst var í marathonið laugardaginn 25 ágúst kl 10. Alls voru 8 bátar sem fóru af stað en 2 voru í liðakeppni. Stífur vindur út Kollafjörðinn bjó til hressilegt lens að Kjalarnesi og ekki laust við smá óöryggi vegna þess að ég hafði ekki róið við slíkar aðstæður á Point bátinum. Áhyggjurnar hurfu fljótt þegar ég fann að báturinn hegðaði sér vel og með skeggið niðri hélt hann stefnunni eins og ég hafði planað. Mitt plan var að sigla nær landinu til að losna við aðfallsstrauminn en flóð átti að ná hámarki klukkan 12. Aldan minnkaði við Kjalarnesið og var nær horfin þegar grilti í Andriðisey. Það kom hins vegar í ljós að utan við Andriðisey og út Hvalfjörðin var góður vindur og alda. Ég var þriðji í röðinni í fyrsta stopp, um 3 mín á eftir Eyma sem réri á Rapier og Sveini á Carbon Inuk. Á öðrum legg tók við erfiður róður upp í vind og öldu en ég náði fljótt Eyma og Sveini. Þessi leggur er rúmir 13 kílómetrar en jafnaðist á við mun lengri róður venga mótvindsins. Fyrir stopp númer tvö var ég löngu búinn að klára úr vatnsbrúsanum og sinadrættir farnir að gera vart við sig. Ég stoppaði því extra lengi til að reyna að koma kroppnum í lag og byrjaði mjög hægt síðasta legginn. Talsverð alda var við eyðið norðanmegin en vind var tekið að lægja þannig að aðstæður voru orðnar þolanlegar. Ég er alveg á því að Hvalfjörður er rangnefni á þessum firði, langifjörður eða vindafjörður væru mun eðlilegri heiti. Ég kom í mark á rúmum 5 klst, eða 1 klst verri tíma en ég á best og sjálfur var ég nokkrum kg léttari.


Kayakhreyfing hefur starfsemi

Fyrir þá sem vilja kynnast kayakróðri sem líkamsrækt geta þeir kynnst því sjá Kayakhreyfing.is.

Áherslan er eins og nafnið bendir til er æfinga og keppnisróður bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þessi námskeið eru krefjandi og hugsuð fyrir fólks sem eru sæmilega á sig komið.


Home maid kayak ergometer

A garage changed into a industrial research center to design an ultimate kayak ergometer from junk. The project has been ongoing for 90 days involving all family members with endless building and testing hours. The patent pending is in pipeline and further happy hours in the garage.

Keppni á Reykjanesi 21 maí 2011

Ég gerði mér grein fyrir því um helgina hvað það hefur verið mikið mál fyrir vestfirðinga að koma bátum sínum á keppnisstað hér fyrir sunnan í gegnum tíðina. Þorskafjarðarheiði var ófær, -4 gráður á Steingrímsfjarðarheiði ásamt skafrenning og svipað á Arnkötludalsheiði. Hviður voru 24 ms og það tók hressilega í bátinn á bílnum og alveg ljóst frá upphafi að ekki var hægt að koma með keppnisbátana mína vestur. Eftir 5 klst keyrslu náði ég í Reykjanes eftir að hafa keyrt löturhægt á köflum. Á föstudagskvöld var -1 gráða og rok í djúpinu en þrátt fyrir það höfðu menn verið að róa í röstinni undan brúnni við Reykjafjörðinn. Rétt eftir komu mína rann í hlað trukkur með 60 feta gámi sem innihélt 28 nýja Tahe báta sem vestfirðingar höfðu verið að panta sér og ekki leiðinlegt að fá að verða vitni að því þegar menn opnuðu pakkningarnar utan af þeim eins og börn á aðfangadagskvöld. Þessir bátar eru hreint ótrúlega vel smíðaðir og með snilldar hönnun frá Svíþjóð. Einn báturinn er kevlar Baidarka bátur, alger snilld og verða myndir af þeim settir hér inn síðar. Ákveðið var að keppnin yrði ekki umhverfis Borgarey vegna veðurs og færð inn í Reykjafjörð í staðinn. Brautin var 7 km löng og var ég sæmilega sáttur við hraðann sem ég náði á Spirit, 10,6 km/klst eða 40 mín. Róið var inn fjörðinn undan vind og straum og svo móti strekkings vindi um 2 km til baka að enda flugbrautar. Næstu 4 menn réru allir á Inuk bátum með Dóra í farabroddi. Þó þátttaka hafi ekki verið mikil í vorhitting þá var gaman að sjá að keppendur voru fleiri en verið hefur í vestfjarðakeppninni og því er þetta gott fyrirkomulag að mínu mati. Ekki tók betra við á Steingrímsfjarðarheiði til baka, bílar útaf vegi í brjáluðum skafrenning þannig að ekki sáust nema tvær stikur á köflum. Það má því segja að veðrið hafi sett mark sitt á þessa helgi ásamt eldgosi í Vatnajökli.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband