Victory in Hvammsvíkurmarathon 2012 on 24th of august

It was a tough race with a strong wind against us 2/3 of the way. There were only 8 paddlers who started(plus 4 in two teams). I took the first place, 1 hour worse than my best time. It was a defence victory!!

Það blés hressilega að austan þegar ræst var í marathonið laugardaginn 25 ágúst kl 10. Alls voru 8 bátar sem fóru af stað en 2 voru í liðakeppni. Stífur vindur út Kollafjörðinn bjó til hressilegt lens að Kjalarnesi og ekki laust við smá óöryggi vegna þess að ég hafði ekki róið við slíkar aðstæður á Point bátinum. Áhyggjurnar hurfu fljótt þegar ég fann að báturinn hegðaði sér vel og með skeggið niðri hélt hann stefnunni eins og ég hafði planað. Mitt plan var að sigla nær landinu til að losna við aðfallsstrauminn en flóð átti að ná hámarki klukkan 12. Aldan minnkaði við Kjalarnesið og var nær horfin þegar grilti í Andriðisey. Það kom hins vegar í ljós að utan við Andriðisey og út Hvalfjörðin var góður vindur og alda. Ég var þriðji í röðinni í fyrsta stopp, um 3 mín á eftir Eyma sem réri á Rapier og Sveini á Carbon Inuk. Á öðrum legg tók við erfiður róður upp í vind og öldu en ég náði fljótt Eyma og Sveini. Þessi leggur er rúmir 13 kílómetrar en jafnaðist á við mun lengri róður venga mótvindsins. Fyrir stopp númer tvö var ég löngu búinn að klára úr vatnsbrúsanum og sinadrættir farnir að gera vart við sig. Ég stoppaði því extra lengi til að reyna að koma kroppnum í lag og byrjaði mjög hægt síðasta legginn. Talsverð alda var við eyðið norðanmegin en vind var tekið að lægja þannig að aðstæður voru orðnar þolanlegar. Ég er alveg á því að Hvalfjörður er rangnefni á þessum firði, langifjörður eða vindafjörður væru mun eðlilegri heiti. Ég kom í mark á rúmum 5 klst, eða 1 klst verri tíma en ég á best og sjálfur var ég nokkrum kg léttari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband