Kayak sem breytir um lögun

Rakst á fyrirtæki sem framleiðir kayaka sem hægt er að stilla með mismundandi "Rokker".

http://www.rethinkkayak.com/


Öryggi á sjó

Hér er tafla sem sýnir hversu langan tíma hægt er að lifa af að meðaltali í blautbúning eða þurrbúning við mismunandi hitastig vatns/sjávar:
Average survival times expectancy by different clothes
water temperature dry suit wet Suit other clothes
+5° C / 41° F 3 hours 1 hours 1/2 hours
+10° C / 50° F 6 hours 2 hours 1 hours
+15° C / 59° F more than 6 hours 4 hours 2 hours

Tölurnar eru byggðar á þýskri rannsókn og að mínu mati eru þær full rúmar því að margir aðrir þættir spila þarna inní. Sem dæmi má nefna er mikilvægi þess í hverju viðkomandi er klæddur undir þurrbúning, höfuðbúnaður og öðrum umhverfisaðstæðum eins og vindi eða hitastigi lofts. Annað, hendur geta dofnað mjög hratt og orðið ónothæfar ef ekki er verið með almennilega hanska eða lúffur. Tölurnar miða við þann tíma sem hægt er að lifa af en tíminn til að bjarga sér án verulegra óþæginda er mun styttri, það þekkja allir sem farið hafa í sjó að vetrarlagi.


Surfski námskeið í Svíþjóð

Við Hilmar Erlendsson erum á leiðinni á surfski námskeið í apríl í Svíþjóð. Ætlunin er að prófa ýmsar gerðir brimskíðakayaka og læra tækni. Þegar hafa skráð sig nokkur fræg nöfn úr bransanum og meira segja menn sem hafa lent á palli á olympíuleikum. Þá hafa framleiðendur lánað báta þannig hægt verður að prófa margar gerðir.
http://globalsurfski.se/training-camps/

Þessi gerð af kayökum eru á margan hátt öruggari en hefðbundnir kayakar vegna þess að menn eiga auðveldara með að klifra um borð aftur ef þeir fara á hvolf. Þá hentar lögun þeirra betur fyrir ákveðið öldulag heldur en venjulegir kayakar.


Seglbretti í kayak - tær snilld

Simon river sport fyrirtækið hefur hannað unit til að setja á seglbretti þannig að hægt er að róa því og stýra eins og kayak! Þetta er möguleiki sem ætti að nýtast í sportinu þegar kayaka vantar eða pláss fyrir kayaka. Eina sem þarf að vera í fyrirrúmi er öryggisatriði eins og klæðnaður.

http://www.simonriversports.ca/english/products_kayakit.html


Aðstaða kayakklúbbsins

Það er gleðiefni að bragginn sé kominn á kortið og í framhaldinu verður hann vonandi verndaður. Þarna byggði breski herinn aðstöðu en í dag er kayakklúbburinn m.a. með aðstöðu þarna og horfir á hann sem framtíðar húsnæði. Vissulega gæti aðstaðan varla verið verri sem skapast þó aðallega af því að búið er að hefta aðgang klúbbsins að sjó með tilkomu ylstrandarinnar. Aðstaðan er þó mun skárri í bragganum en í gámunum á sandeyrinni við Geldinganesið. Búið er að setja upp skilti sem sýna að umgangur kayaka sé bannaður á ylströndinni sem þó er ekki notuð í neinu mæli nema örfáa daga sumarsins þegar veður leyfir. Fólk hefur mismunandi fegurðarskyn og það eru ekki allir sammála því að byggingar séu fallegar þó svo að þær séu úr steinsteypu og gleri með harðviði utan á. Bragginn hefur mikið notagildi bæði fyrir kayakklúbbinn og siglingfélagið Brokey og hann mætti laga með litlum kostnaði til að efla starfsemina sem hann hýsir enn frekar. Það væri óskandi að til væri meira af slíku húsnæði til að hýsa restina af starfsemi kayakklúbbsins.
mbl.is Braggi í Nauthólsvík stendur loksins á lóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvammsvíkur marathon 2009, 5.09.2009

Marathonið var ótrúlega skemmtilegt í ár og veðrið með besta móti. Við Hilmar náðum að vinna vel saman allan tíman og varð árangurinn eftir því, brautarmet Reykjavík-Hvammsvík. Aðeins tvisvar hefur verið róið hraðar(2006 og 2007) en þá var róið frá Hvammsvík að Reykjavík. Hér eru úrslit frá upphafi:

1999 Sigurður Björnsson 4:44:21
2000 Halldór Sveinbjörnsson 4:32:30
2001 Sveinbjörn Kristjánsson 5:29:15
2002 Sveinbjörn Kristjánsson 4:42:54
2003 Sveinbjörn Kristjánsson 4:17:30
2004 Sveinbjörn Kristjánsson 4:10:46
2005 Halldór Sveinbjörnsson 4:16:06
2006 Haraldur Njálsson 4:02:00
2007 Haraldur Njálsson 3:51:10
2008 Örlygur Steinn, Ólafur B. (4:20)
2009 Hilmar E. Ólafur B. 4:05:40

Aðstæður eru lykilatriði í svona keppnum. Í gær var léttur vindur um 8 m/s að austan þannig það var góður meðbyr undan straumi fyrsta legginn. Inn Hvalfjörðinn var nánast logn og sléttur sjór alla leið en mótstraumur. Það var því ótrúlega gott að hafa Hilmar með sér alla leið.


Keppni á Suðureyri 11 júlí 2009

Að venju var ræst inni í höfninni á Suðureyri. Hilmar og Halldór tóku feikna sprett á leiðinni út fyrir bauju og ég fylgdi þeim á eftir. Úti fyrir höfninni á suðureyri þrengist fjörðurinn og straumharður áll verður til þar á flóði og fjöru. Ég náði að beyta bátnum strax upp í strauminn og var því óvænt kominn í fyrsta sæti þar sem Hilmar og Halldór höfðu rekið undan honum til hliðar. Þegar að 5 km bauju var komið voru Halldór og Hilmar um 200m á eftir mér en á bakaleiðinni tóku þeir suðurhlíðina í firðinum til að freista þess að ná betra lensi með hliðarvindi að höfninni. Ég réri hins vegar beina leið undan straumi til baka í mark. Svipað var upp á teningnum í Jarlsróðrinum sem róinn er yfir á Norðureyri og til baka nema að straumurinn var enn þyngri og mjög erfiður á köflum.

Bessastaðabikar 2009 - keppnissagan

Það voru 9 bátar sem lögðu í hann kl 11:30 í morgun í ágætis veðri frá fjörunni við Katrínarkot. Hilmar Erlendsson tók forystuna með feikna spretti í upphafi en ég og Haraldur Njálsson fylgdum fast á eftir. Eftir um 500 m var ég orðinn fyrstur, svo Halli og Hilmar á eftir honum. Þannig rérum við á rúmlega 11 km/klst hraða undan vindi allt þar til við komum að skeri sem liggur út í Hrakhólma. Þegar við nálguðumst var okkur ljóst að það yrði tæpt á því að við kæmumst yfir skerið enda fór það svo að stýrið á bát Hilmars rakst niður og skekktist þannig að hann var í erfiðleikum það sem eftir var keppninnar við að stjórna bátnum. Eftir þetta rérum við Halli hlið við hlið alveg fram að fjörunni við Breiðabólstaðatjörn en þá var kominn austan vindur sem var beint í fangið á okkur. Þessi vindur var reyndar töluvert erfiður á hlið inn Lambhúsatjörnina og alveg inn að markinu við Bessastaði. Tíminn hjá mér var 1 klst og 8 mín og samkvæmt GPS tækinu voru þetta um 11,9 km sem þýðir að meðalhraðinn var um 10,4 km/klst. Halli var um 1 mín á eftir og Hilmar um 2 mín á eftir. Að venju voru höfðinglegar móttökur hjá Tryggva formanni Sviða með kaffihlaðborði á eftir.

Kayakhátíðin á Neskaupstað

Ég heimsótti kayakhátíðina Egil Rauða 2009 um helgina á Neskaupstað í Norðfirði. Ég mætti að vísu aðeins síðasta daginn en varð ekki fyrir vonbrigðum. Keppt var í sprettróðri í höfninni sem hluti af íslandsmeistarakeppninni ásamt veltukeppni í blíðskapa veðri. Allir aldurshópar voru mættir til leiks og mikill fjöldi ræðara. Ég verð að segja að aðstaða kayakklúbbsins Kaj er alveg til fyrirmyndar. Þetta er einmitt sú aðstaða sem klúbbinn hér í Reykjavík og á fleiri stöðum vantar. Komið er gamalt hús sem flutt var í heilu lagi á staðinn ásamt geymslu undir brúnni og skúr (sjá myndir).

Kayakklubburinn í Sondeborg

Ég hef aðeins fengið nasasjón af klúbbstarfinu hjá kayakklubbnum í Sondeborg í gegnum gamlan félaga hann Fylkir úr sundinu. Á norðurlöndunum er starfsemi kayakklúbba orðin töluvert þróaðri en það sem þekkist hér á Íslandi. Í grunninn er aðal munurinn sá að það er bæði krafist þess að félagar séu virkir meðlimir en jafnframt er ekki þörf á miklum fjárfestingum til að taka þátt. Aldursskiptingin er líka breiðari og starfsemin gengur út á það að sem flestir taki þátt og skipulag starfseminnar ýtir undir virkni félaganna. Þannig þarf fólk að róa tiltekna vegalengd yfir sumarið til að eiga kost á því að róa yfir veturinn þegar skilyrði eru erfiðari. Klúbburinn á yfir 60 báta sem flestir eru danskir(coastrunner) sem klúbbmeðlimir hafa aðgang að með settum skilyrðum. Það sem vantar hér á landi eru fleiri virkari ræðarar, fleiri konur og yngra fólk. Bátaeign er mikil hér á landi en því miður er mikið af bátum og búnaði rykfallið megnið af árinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband