30.11.2009 | 08:16
Aðstaða kayakklúbbsins
Það er gleðiefni að bragginn sé kominn á kortið og í framhaldinu verður hann vonandi verndaður. Þarna byggði breski herinn aðstöðu en í dag er kayakklúbburinn m.a. með aðstöðu þarna og horfir á hann sem framtíðar húsnæði. Vissulega gæti aðstaðan varla verið verri sem skapast þó aðallega af því að búið er að hefta aðgang klúbbsins að sjó með tilkomu ylstrandarinnar. Aðstaðan er þó mun skárri í bragganum en í gámunum á sandeyrinni við Geldinganesið. Búið er að setja upp skilti sem sýna að umgangur kayaka sé bannaður á ylströndinni sem þó er ekki notuð í neinu mæli nema örfáa daga sumarsins þegar veður leyfir. Fólk hefur mismunandi fegurðarskyn og það eru ekki allir sammála því að byggingar séu fallegar þó svo að þær séu úr steinsteypu og gleri með harðviði utan á. Bragginn hefur mikið notagildi bæði fyrir kayakklúbbinn og siglingfélagið Brokey og hann mætti laga með litlum kostnaði til að efla starfsemina sem hann hýsir enn frekar. Það væri óskandi að til væri meira af slíku húsnæði til að hýsa restina af starfsemi kayakklúbbsins.
Braggi í Nauthólsvík stendur loksins á lóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |