Hvammsvíkur marathon 2009, 5.09.2009

Marathonið var ótrúlega skemmtilegt í ár og veðrið með besta móti. Við Hilmar náðum að vinna vel saman allan tíman og varð árangurinn eftir því, brautarmet Reykjavík-Hvammsvík. Aðeins tvisvar hefur verið róið hraðar(2006 og 2007) en þá var róið frá Hvammsvík að Reykjavík. Hér eru úrslit frá upphafi:

1999 Sigurður Björnsson 4:44:21
2000 Halldór Sveinbjörnsson 4:32:30
2001 Sveinbjörn Kristjánsson 5:29:15
2002 Sveinbjörn Kristjánsson 4:42:54
2003 Sveinbjörn Kristjánsson 4:17:30
2004 Sveinbjörn Kristjánsson 4:10:46
2005 Halldór Sveinbjörnsson 4:16:06
2006 Haraldur Njálsson 4:02:00
2007 Haraldur Njálsson 3:51:10
2008 Örlygur Steinn, Ólafur B. (4:20)
2009 Hilmar E. Ólafur B. 4:05:40

Aðstæður eru lykilatriði í svona keppnum. Í gær var léttur vindur um 8 m/s að austan þannig það var góður meðbyr undan straumi fyrsta legginn. Inn Hvalfjörðinn var nánast logn og sléttur sjór alla leið en mótstraumur. Það var því ótrúlega gott að hafa Hilmar með sér alla leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband