15.7.2009 | 09:10
Keppni á Suðureyri 11 júlí 2009
Að venju var ræst inni í höfninni á Suðureyri. Hilmar og Halldór tóku feikna sprett á leiðinni út fyrir bauju og ég fylgdi þeim á eftir. Úti fyrir höfninni á suðureyri þrengist fjörðurinn og straumharður áll verður til þar á flóði og fjöru. Ég náði að beyta bátnum strax upp í strauminn og var því óvænt kominn í fyrsta sæti þar sem Hilmar og Halldór höfðu rekið undan honum til hliðar. Þegar að 5 km bauju var komið voru Halldór og Hilmar um 200m á eftir mér en á bakaleiðinni tóku þeir suðurhlíðina í firðinum til að freista þess að ná betra lensi með hliðarvindi að höfninni. Ég réri hins vegar beina leið undan straumi til baka í mark. Svipað var upp á teningnum í Jarlsróðrinum sem róinn er yfir á Norðureyri og til baka nema að straumurinn var enn þyngri og mjög erfiður á köflum.