18.9.2008 | 09:02
Met sett í róðri og sundi yfir Ermasundið
Ian Wynne bætti metið í róðri yfir Ermasundið 5 október 2007. Hann réri 33 km á 2:59:06 og bætti gamla metið 3 klst, 21 mínúta, og 54 sekúndur sem Ian Tordoff átti. Það er ótrúlegur hraði sem þarf að halda til að ná þessum tíma en vegna strauma og vinda verður leiðin alltaf lengri en loftlínan. Hraði Wynne mældist frá 10,5 - 11,6 km/klst sem er magnað miðað við 3 klst róður. Það er hins vegar varla hægt að bera árangur þessara tveggja saman því Wynne réri á surfski en Tordoff á lokuðum kayak, Rapier 20 frá Valley af léttustu gerð. Á Íslandi eru til nokkrir kayakar af þessari gerð en hins vegar ekkert surfski sem eru að mörgu leiti áhugaverð tæki.
Petar Stoychev frá Bulgaríu á metið í að synda þessa leið en hann synti hana árið 2007 á 06:57.50. Það eitt að komast þessa leið syndandi er afrek en að synda 33 km undir 7 klst er magnað, þó hefur Alison Streeter synt hana 43 sinnum og elsti maðurinn sem synt hefur Ermasundið er George Brunstad sem var 70 ára og 4 daga þegar hann synti sundið á 15:59 árið 2004!!