Nýr bátur í flotann - Nelo Viper 51

Eftir að siglingastofnun hafði farið yfir innflutningsskjöl með stimplun um að báturinn geti ekki sokkið  fékk tollurinn sitt og ég bátinn. Báturinn er flokkaður sem vetraræfingabátur eða keppnisbátur fyrir eldri og yngri.  Eins og nafnið gefur til kynna er hann 51 cm á breydd, 5,2 m á lengd, 12 kg og framleiddur af Nelo í Portugal. Þessi bátur er sniðinn af keppnisreglum sem danska kayaksambandið hefur sett sem öryggisreglur um svo kallaða "tur" báta. Báturinn er keyptur í gegnum Nelo í Noregi sem rekið er af ekki ófrægari manni en Eric Veras Larsen. Larsen hefur unnið sér það til frægðar að vinna gull á ólympíuleikum og núna síðast silfur í kína. Hann er sterkastur í 1000m á sléttu vatni.  Báturinn er með fótstigi og T-stýri þannig að spyrnan frá fótum nýtist til fullnustu við róðurinn. Mannopið er stórt þannig að fætur hafa nægt rými fyrir róðurinn.  Í fyrsta róðri á bátnum náði ég auðveldlega að halda 11+ km/klst en það breyttist reyndar fljótt þegar fór að blása lítillega og litlar öldur trufluðu mig. Stillingin á sæti er mjög auðveld og ekki þarf að breyta petulum þó að stærri eða minni aðili prófi bátinn. Það sem mætti vera betra í bátnum er stýrið sjálft sem er undir honum en mér finnst það vera of lítið. Ég þarf líklega einhvern tíma til að venjast bátnum fullkomlega en ég er sáttur við hraðann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband