10.2.2010 | 16:38
Surfski námskeið í Svíþjóð
Við Hilmar Erlendsson erum á leiðinni á surfski námskeið í apríl í Svíþjóð. Ætlunin er að prófa ýmsar gerðir brimskíðakayaka og læra tækni. Þegar hafa skráð sig nokkur fræg nöfn úr bransanum og meira segja menn sem hafa lent á palli á olympíuleikum. Þá hafa framleiðendur lánað báta þannig hægt verður að prófa margar gerðir.
http://globalsurfski.se/training-camps/
Þessi gerð af kayökum eru á margan hátt öruggari en hefðbundnir kayakar vegna þess að menn eiga auðveldara með að klifra um borð aftur ef þeir fara á hvolf. Þá hentar lögun þeirra betur fyrir ákveðið öldulag heldur en venjulegir kayakar.